
Hjólreiðamenn sem skoluðu munninn með kolvetnablöndu sem í voru 6,4 grömm af kolvetnum per hundrað millilítra af vatni juku frammistöðu sína í tímamælingum um 2% í samanburði við vatn. Rannsókn sem gerð var við Háskólann í Vestur-Ástralíu sýndi fram á að kolvetnaskol hafði engin áhrif á hjartslátt né það hvernig menn upplifðu erfiðið. Það að skola munninn með sætum drykk á æfingu gæti aukið frammistöðuna örlítið, en kannski er það dropinn sem gerir gæfumuninn í keppni.
(International Journal Sports Nutrition Exercise Metabolism, 23: 48-56, 2013)