Site icon Fitness.is

Mjólkurvörur draga úr matarlyst

 

Fólk sem borðar mjólkurvörur er grennra en annað fólk.

Vísindamenn hafa sýnt fram á þetta í nokkrum rannsóknum. Mjólkurvörur hafa áhrif á efnasambönd og hormón sem stjórna matarlyst. Mjólkurvörurnar sjálfar eru þannig ekki sjálfar megrandi, heldur hafa þær þessi áhrif. Mjólk, jógúrt og ostar eru ágæt viðbót við mataræði vegna kalksins sem við þurfum á að halda og fjölda næringarefna sem í þeim eru.

Safngreiningarrannsókn sem fólst í að taka saman niðurstöður 13 rannsókna bendir til að með því að drekka hálfan lítra af mjólk dragi úr matarlyst og saðningartilfinning aukist. Áhrifin voru mest þegar um var að ræða máltíð tvö yfir daginn.

Mjólk inniheldur mikið af kalki, prótíni, orku og næringarefnum sem hjálpa íþróttamönnum að jafna sig eftir átök og börnum að vaxa.

Hillur verslana eru fullar af drykkjartegundum sem margar eiga það sameiginlegt að vera samsafn tómra hitaeininga. Mikil orka en engin næring. Það myndi á máli næringarfræðinnar kallast að fá lítið fyrir peninginn. Svokallaðar tómar hitaeiningar. Mjólk og mjólkurvörur falla hinsvegar ekki í þennan flokk.
(Clinical Nutrition, 36: 389-398, 2017)

Exit mobile version