Site icon Fitness.is

Mjólkurmatur dregur úr áhættu gagnvart sykursýki 2

Flestir næringarfræðingar mæla með mjólkurvörum sem hluta af heilsusamlegu mataræði. Við fáum hin ýmsu næringarefni úr mjólkurvörum sem eru ekki endilega auðfengin úr öðrum fæðutegundum. Kínverskir vísindamenn notuðu safngreiningaraðferð (samantekt á mörgum rannsóknum) til að kanna áhrif mjólkurvara á sykursýki. Í stuttu máli komust þeir að því að hlutfall sykursýki 2 var 14% lægra meðal þeirra sem borðuðu mest af mjólkurmat í samanburði við fólk sem borðaði minnst af mjólkurmat. Ekki var að sjá tengsl á milli neyslu fituríkustu mjólkurafurðanna og aukinnar áhættu gagnvart sykursýki. Jógúrt reyndist hafa mest áhrif í þá áttina að lækka áhættuna gagnvart sykursýki.

(European Journal of Clinical Nutrition, 65: 1027-1031, 2011)

Exit mobile version