Site icon Fitness.is

Mikilvægast fyrir vöðvavöxt að fá næg prótín

Gunnar Sigurðson
Gunnar Sigurðson

Aukning nýmyndunar vöðva sem kemur fram í rannsóknum er fremur miklu magni af prótíni að þakka en tímasetningu máltíða. Undanfarna tvo áratugi hafa menn verið duglegir að rannsaka gildi tímasetningu prótínríkra máltíða fyrir íþróttamenn. Almennt hafa menn talið að best væri að fá prótín stuttu fyrir eða eftir æfingu sem stuðli þannig að aukinni nýmyndun vöðva þar sem nægt magn af amínósýrum er til staðar til þess að mynda nýu prótín og koma af stað nauðsynlegum efnaskiptaferlum sem hafa með nýmyndun prótína að gera. Safngreiningarrannsókn sem framkvæmd var af Brad Schoenfeld og félögum við Lehman skólann í New York sýndi fram á að heildarmagn prótíns í fæðu hafði meira að segja fyrir nýmyndun prótína en tímasetningin. Almennt er talið að líkaminn geti unnið úr um 30 g af prótínum á um þriggja tíma fresti. Líkaminn þarf prótín til uppbyggingar og helst reglulega yfir daginn, en það er greinilega ekki að skipta meginmáli hvort það sé skömmu fyrir eða eftir æfingu.
(Journal International Society Sports Nutrition, 10: 53, 2013)

Exit mobile version