Allar pítsurnar í dæmunum sem hér er fjallað um eru um 580gr á þyngd sem þýðir að Americana er með um 191 hitaeiningu í 100 g og Verona 180 hitaeiningar í 100g. Pítsur eru bakaðar úr hvítu hveiti og eru uppfullar af svokölluðum tómum hitaeiningum. Í þeim er lítið af vítamínum sem vert er að tala um. Einhverra hluta vegna hættir mönnum til að borða mikið þegar pítsa eru á boðstólnum. Margir pítsustaðir bjóða samhliða upp á franskar kartöflur og aðra skyndibita og bjóða einnig tilboð á gosi með pítsunum. Á heildina litið er um svakalega hitaeiningaveislu að ræða sem á eflaust stóran þátt í þeim offitufaraldri sem herjar á okkur íslendingana. Sá sem stundar pítsustaði hefur engan rétt til að vera undrandi á aukakílóunum. Engan skal undra að eldur sé heitur.
Pepperoni 12”
Magn Hráefni He/100gr
60 g Pepperoni 252
200 g Pizzudeig 544
95 g Pizzusósa 48
30 g Paprika 8
40 g Sveppir 12
35 g Risa laukur 13
100 g Ostablanda 300
Alls: 1182he
Americana 12”
Magn Hráefni He/100gr
200 g Pizzudeig 544
95 g Pizzusósa 48
70 g Nautahakk 180
35 g Paprika 9
30 g Risa laukur 11
50 g Sveppir 16
100 g Ostablanda 300
Alls: 1108he
Verona 12”
Magn Hráefni He/100gr
200 g Pizzudeig 544
95 g Pizzusósa 48
100 g Ostablanda 300
60 g Pizzuskinka 118
30 g Paprika 8
40 g Sveppir 12
35 g Risa laukur 13
Alls: 1043he