Í raunveruleikanum sem tekur við þegar út úr rannsóknarstofunni er komið gætu þessar niðurstöður gagnast atvinnuíþóttamönnum sem hafa aðgang að mælitæki sem getur mælt testósterón í munnvatni og gert þeim þannig kleift að haga æfingunum þann daginn í takt við niðurstöður mælinganna. Þeir gætu tekið erfiða æfingadaga þegar mælingar eru háar en slakað á og hvílt eða tekið áreynsluminni æfingadaga þegar mælingarnar reynast lágar. Gallinn er sá að mælitækið sem hér um ræðir er frekar dýrt enn sem komið er og því ekki endilega á allra færi.
(Journal Strength Conditioning Research, 26: 261-268, 2012)