
Við æfingar og vöðvaátök myndar líkaminn hormón sem nefnist PGC-1 alfa. Um er að ræða nýlega uppgötvað hormón sem breytir hvítri magafitu í brúna. Hormónið hefur þannig áhrif á fitubrennslu líkamans á svipaðan hátt og æfingar. Hið nýuppgötvaða hormón er lítt prófað en vonir eru bundnar við að það hafi áhrif á fitubrennslu verði það tekið í lyfjaformi. Hugsanlegt er að það vísi mönnum inn á nýjar leiðir í meðferð offitufaraldursins í framtíðinni. Í augnablikinu er eina leiðin til þess að auka magn PGC-1 alfa að æfa meira.
(International Journal Obesity, vefútgáfa 31. Janúar 2012)