Site icon Fitness.is

Lóðaþjálfun dregur úr kviðfitu og bætir blóðsykurstjórnun

Algengt er að magafita aukist um 300% á milli 25 og 65 ára aldurs en vöðvamassi minkar um 20% á milli 40 og 60 ára aldurs. Aukin kviðfita stuðlar óbeint að lakari blóðsykurstjórnun og veldur bólgum sem hvorutveggja eykur hættuna á hjartasjúkdómum og sykursýki tvö. Lóðaþjálfun dregur úr kviðfitu og eykur vöðvamassa samkvæmt endurskoðuðum rannsóknum sem gerðar voru við Harvardháskólann í Bandaríkjunum. Lóðaþjálfun brennir ekki jafn mörgum hitaeiningum og þolfimi en vöðvamassi er hinsvegar mjög mikilvægur fyrir blóðsykurstjórnun. Lóðaæfingar eru afar mikilvægar til þess að viðhalda vöðvamassa, draga úr fitusöfnun á kviðsvæðinu og minnka bólgur um leið og blóðsykurstjórnun verður betri.
(Obesity Reviews, vefútgáfa 2. Mars 2012)

Exit mobile version