Site icon Fitness.is

Langar setur eru hættulegar heilsunni

Fat lazy guy on the couchÞað fer illa með heilsuna að sitja margar klukkustundir á dag fyrir framan tölvu eða sjónvarp samkvæmt hollenskri rannsókn sem gerð var við Háskólann í Maastricht sem framkvæmd var af Bernard Duvivier. Það að sitja í 14 klukkutíma á dag jók insúlín, kólesteról og þríslyseríð sem aftur leggjast á eitt við að auka hættuna á hjartaslagi og heilablóðfalli. Að sitja í 13 klukkustundir yfir daginn og taka góða æfingu í eina klukkustund var ekki jafn áhrifaríkt til að efla efnaskiptaheilsuna en að sitja í sex klukkustundir og ganga í rólegheitum í fjóra klukkutíma. Stuttar æfingar þó góðar séu koma ekki í staðinn fyrir margra klukkustunda kyrrsetu og því er best að halda sér á hóflegri hreyfingu yfir daginn.

(PlosOne, vefútgáfa 13. febrúar 2013)

Exit mobile version