Site icon Fitness.is

Lækkaðu blóðþrýstinginn með því að fá þér einn bjór

Með því að fá þér einn bjór lækkarðu blóðþrýstinginn, en það má ekki vera meira en einn bjór. Þú lækkar ekki eingöngu blóðþrýstinginn, heldur minnka líkurnar á að þú fáir áunna sykursýki og þyngist úr hófi fram. Þetta kann að hljóma eins og brandari eða illa unnin fyrirsagnarannsókn en raunin er sú að vísindamenn við Háskólann í Barcelona á Spáni prófuðu 1249 manns sem drukku reglulega einn bjór – bara einn. Blóðfita þeirra reyndist minni og sykursýkitilfelli færri en meðal þeirra sem ekkert drukku eða drukku meira en einn bjór á hverjum degi. Það er fólinsýran, járnið og prótínið í bjórnum sem dregur úr áhættunni gagnvart sykursýki.

(Iform, 2011)

Exit mobile version