Kvikasilfur í langlífum fiskitegundum hækkar blóðþrýsting
Einar Guðmann
Flestar heilbrigðisstofnanir mæla með að almenningur borði mikið af fiski sem inniheldur Omega-3 fitusýrur til þess að draga úr líkunum á hjarta- og kransæðasjúkdómum og stuðla að heilbrigði æðakerfisins. Flestar fisktegundir innihalda mikið af Omega-3 fitusýrum. Sumar tegundir eru hinsvegar heppilegri en aðrar. Stórir og langlífir fiskar eins og stóri túnfiskurinn, hárkarlar og konungsmakríllinn geta innihaldið mikið af kvikasilfri. Kvikasilfur veldur ýmsum alvarlegum heilbrigðisvandamálum og jafnvel fæðingargöllum. Almennt séð ætti fólk að forðast að borða fisk að staðaldri sem talið er að innihaldi mikið af kvikasilfri. Kvikasilfur er eitur sem líkaminn vinnur ekki úr og það safnast því upp. Ófrískar konur og konur með börn á brjósti ættu að að hafa sérstakan vara á og borða frekar aðrar tegundir. Ýsa, þorskur, lax eða lúða eru mjög heppilegar uppsprettur fyrir Omega-3 fitusýrur. Fólk sem borðar ekki mikinn fisk ætti að taka bætiefni sem innihalda Omega-3 fitusýrur eins og t.d. Lýsi eða aðrar olíur sem innihalda Omega-3 fitusýrur. (Hypertension, 54:981-986, 2009)