Fjölmargar rannsóknir undanfarna áratugi hafa sýnt fram á að kolvetni eru nauðsynlegur orkugjafi fyrir æfingar þegar átök fara yfir 65% af hámarksgetu.
Með rafmælingum á vöðvaátökum kom í ljós í brasilískri rannsókn að kolvetnalágt mataræði dró úr afkastagetu í miklum átökum hjá mönnum sem voru í góðu formi. Rafmælingarnar gáfu nákvæmlega til kynna hversu mikil átök voru á vöðvunum. Athyglisvert þótti að þeir sem tóku þátt í rannsókninni fannst átökin vera svipuð óháð því á hvaða mataræði var æft. Þeir sem voru á kolvetnalágu mataræði leið ekki verr og þeir héldu að þeir væru að taka vel á. Samkvæmt mælingunum gátu þeir sem voru á kolvetnalága mataræðinu hinsvegar ekki tekið jafn mikið á og hinir. Það veit ekki á gott þar sem samhengi er á milli árangurs og átaka. Enginn vafi leikur á að kolvetni eiga heima í mataræði íþróttamanna sem vilja æfa vel.
(International Journal Sports Nutrition Exercise Metabolism, 24: 532-542, 2014)