Sambland koffíns og albúteróls dregur úr líkamsfitu og eykur vöðvahlutfall líkamans samkvæmt rannsókn við Pennington rannsóknarmiðstöðina í lífefnafræði í Baton Rouge í Lousiana. Niðurstöðurnar byggjast á röð rannsókna á ræktuðum fitufrumum, rottum og mönnum. Þessi efni juku efnaskiptahraða í hvíld hjá mönnum og saman verkuðu þau betur en ein og sér. Tilgangurinn með rannsókninni var að finna staðgengla koffíns og efedríns sem bannað var að selja á sínum tíma.
(Obesity, vefútgáfa 4. ágúst 2015)