Site icon Fitness.is

Karlmenn græða meira á hollu mataræði en konur

KarlmaðurEin stærsta lýðheilsurannsókn sem gerð hefur verið náði til 17.000 manns og fór fram á tímabilinu 1986 til 2010 í Bandaríkjunum. Alls dóu 3.683 á meðan rannsóknin stóð yfir. Þar af létust 1.554 vegna hjartasjúkdóma og 794 vegna krabbameins. Greining á mataræði sýndi fram á að neysla á rauðu eða hvítu kjöti hafði engin sérstök tengsl við áðurnefnd dánarmein, en neysla á ávöxtum, grænmeti, trefjum og mögru kjöti hafði í för með sér lægri dánartíðni meðal karlmanna en ekki kvenna. Líkurnar á að deyja úr ýmsum sjúkdómum, hjartasjúkdómum eða krabbameini jukust ekki þrátt fyrir neyslu á rauðu kjöti, unnu kjöti, hvítu kjöti eða fiski.

(European Journal of Clinical Nutrition, 67: 589-606, 2013)

 

Exit mobile version