Site icon Fitness.is

Karlmenn ættu að forðast lakkrís

Framfarir í vöðvavexti og styrk ráðast verulega af magni testósteróns í blóði samkvæmt rannsóknum sem Dr. Tom Storer og félagar gerðu á sínum tíma (Amer. College Sports Med. Meeting. Abstract 3513).

karlmenn ættu að forðast lakkrís vegna áhrifa til lækkunar testósteróns.

Þeir sem eru með mikið af testósteróni í blóðinu eru fljótari að byggja upp vöðvamassa en þeir sem hafa minna. Ýmsir þættir hafa áhrif á hormónið. Helst er þar að nefna mataræðið, streitu og vellíðan. Lakkrís hefur þann sérstaka eiginleika að lækka testosterón niður úr öllu hófi. Ítalskir vísindamenn komust að því að testósterón lækkaði um 30% hjá ungum karlmönnum sem borða lakkrís.

Vísbendingar eru um að lakkrís trufli myndun testósteróns og því verður að flokka lakkrís sem mjög óheppilegan fyrir þá sem eru að sækjast eftir framförum í styrk og vöðvastækkun.

(healthline.com)

Exit mobile version