Aðspurð um þá upplifun að keppa á mótinu sagði Karen Lind: „Arnold Classic mótið er orðið svo ófyrirsjáanlegt. Maður þarf laglega að spýta í lófana því standardinn er orðinn miklu hærri en hann var fyrir einungis tveimur árum síðan. Ég er ánægð með sjötta sætið, sérstaklega eftir að hafa séð hvað við var að eiga. Það voru minnst 20 góðir keppendur í flokknum núna sem allir gátu átt tilkall til verðlaunasæta. Sú sem sigraði þennan flokk á síðasta ári komst ekki í úrslit 15 efstu núna. Hún varð í öðru sæti á Heimsmeistaramótinu en ekki í úrslitum núna. .“
Næst á dagskrá er Olympia Amateur Europe mótið sem fer fram í Prag um næstu helgi þar sem þær Karen og Sylvía munu stíga á svið.