Site icon Fitness.is

Kálfarnir þurfa sérstaklega mikið álag til að stækka

Kálfarnir flokkast undir seinþroska vöðva. Flestir þurfa að leggja á sig miklar æfingar og erfiði til þess að fá þá til að stækka. Vöðvar stækka almennt vegna mikils álags sem þeir eiga ekki að venjast frá degi til dags.

Kálfarnir eru í sífelldri notkun og eru vanir miklu álagi þannig að leggja þarf sérlega mikið álag á þá til þess að þeir stækki umfram það sem ganga og hlaup gera. Mikilvægt er að teygja á kálfunum á meðan þeir eru æfðir til þess að komast hjá því að fá krampa. Spenntu kálfavöðvann af og til á meðan þeir eru æfðir og teygðu sérlega vel á bæði fyrir og eftir kálfaæfingu.

 

Exit mobile version