Besta leiðin til að draga úr neikvæðum áhrifum einhæfra styrktaræfinga á hjarta- og æðakerfið er að gera þolæfingar strax á eftir styrktaræfingunum. Það dregur vissulega úr gildi styrktaræfingana eins og áður hefur komið fram, en heilbrigði æðakerfisins verður betra. Þolæfingarnar geta falist í því að fara á hlaupabretti, hjóla eða ganga rösklega í 15 – 60 mínútur strax á eftir styrktaræfingunum. Styrktar- og þolæfingar eru góð blanda og gera okkur gott, sérstaklega ef þær eru gerðar í réttri röð. Nokkrar rannsóknir hafa sýnt að æfingakerfi þurfa að taka tillit til þess hverju er verið að sækjast eftir. Ef þú vilt leggja áherslu á að ná upp góðu þoli þarftu að taka þolæfingarnar fyrst og styrktaræfingarnar á eftir. Sömuleiðis ættirðu að taka styrktaræfingar á undan þolæfingum ef þú vilt leggja áherslu á uppbyggingu og styrktaraukningu.
(ACSM Health & Fitness Journal, 18 (1): 9-14, 2014)