Site icon Fitness.is

Hvíldu lengur á milli lota þegar þú toppar bekkinn

Vaninn er að hvíla frekar stutt á milli lota þegar teknar eru átta til fimmtán endurtekningar í æfingum. Ein mínúta eða skemur er algengt. Ef ætlunin er að taka færri endurtekningar og meiri þyngdir þarf að lengja hvíldina á milli lota. Kraftlyftingamenn sem hafa það að markmiði að taka sem mesta þyngd einu sinni hvíla oftast lengur.

Gerð var athyglisverð rannsókn á áhrifum þess að hvíla eina, tvær, þrjár eða fimm mínútur á milli bekkpressulota þar sem teknar voru þrjár endurtekningar í hvert sinn. Þeir sem tóku þátt í rannsókninni náðu að taka fleiri endurtekningar með því að hvíla tvær, þrjár eða fimm mínútur á milli lota í samanburði við eina mínútu. Með því að hvíla í fimm mínútur fannst þátttakendum þyngdin léttari. Með því að hvíla tvær mínútur á milli lota náðist besta nýtingin út úr tímanum þegar teknar voru miklar þyngdir í bekkpressunni. Niðurstaðan sýndi fram á að þú takir ekki endilega meiri þyngdir með því að hvíla meira, eða allt að fimm mínútur, en þér líður þannig að þyngdirnar virðast léttari.
(Journal Strength Conditioning Research, 29: 3079-3083, 2015)

Exit mobile version