Site icon Fitness.is

Hvernig virkar kreatín?

Vísindamenn hafa vitað um tilvist kreatíns síðastliðin 100 ár, en það var ekki fyrr en um 1995 sem farið var að horfa til þess sem fæðubótarefnis fyrir íþróttamenn. Fyrstu rannsóknir á kreatíni bentu strax til þess að það stækkaði vöðva og gerði þá sterkari. en lengi vel vissu menn ekki hvers vegna. Mikilvægi þessa efnis má rekja til þess að kreatín hjálpar til við að mynda efni í frumunum sem nefnist kreatínfosfat. Kreatínfosfatið gefur síðan orku sem nýtist við að lyfta miklum þyngdum og gefur vöðvunum jafnframt orku til þess að mynda ný prótín.

Í dag eru vísindamenn að gera viðamiklar rannsóknir af ýmsu tagi til þess að sýna fram á hvernig kreatín starfar í líkamanum. Vísindamenn við Texas Christian háskólann hafa sýnt fram á að kreatín á þátt í að mynda vöðvamyosin sem er byggingarefni frumna og á þátt í vexti innan frumna. Þetta er byggingarefnið sem verður til þegar þú æfir styrktaræfingar. Rannsóknin sýndi fram á að með því að taka kreatín var þessu uppbyggingaferli flýtt verulega. Rannsóknin þótti einnig merkileg að því leiti að hún sýndi fram á að kreatín hafði áhrif í langan tíma, eða allt að 12 vikur. Einnig þótti sýnt að kreatín hafði áhrif á frumuvirkni á genastiginu.
(Med. Sci. Sports Exerc. 33: 1674-1681, 2001)

Exit mobile version