Site icon Fitness.is

Hlébundnar átakaæfingar (HIIT) draga úr matarlyst

Ofát

MadurBordaÞað er vel þekkt vandamál að þegar komið er heim úr ræktinni líður ekki á löngu þar til matarlystin eykst og allt girnilegt í ísskápnum verður skyndilega mjög áhugavert. Þannig hafa margir niðurskurðirnir endað. Þetta á hinsvegar ekki við um svokallaða hlébundna átakaþjálfun eða HIIT eins og enskuslettan hljóðar upp á. Rannsókn sem gerð var við Háskóla Vestur-Ástralíu á áströlskum karlmönnum í offituflokki benti til þess að hlébundnar átakaæfingar dragi úr matarlyst í 38 tíma í samanburði við hóflegar og hefbundnar æfingar þar sem æft var við 60% hámarksálag. Eftir hlébundnu átakaæfingarnar minnkaði grehlin hormónið hjá þeim sem höfðu tekið hlébundnu átakaæfingarnar. Grehlin hormónið þjónar m.a. því hlutverki að draga úr matarlyst. Offeitu karlarnir þoldu hlébundnu átakaæfingarnar ágætlega og því má ætla að svona æfingakerfi henti ágætlega fólki sem hefur lítinn tíma til æfinga. Þessi æfingakerfi henta hinsvegar ekki endilega öllum vegna þess hve erfið þau eru. Það er hinsvegar ekki galið að skipta af og til um æfingakerfi og því er gott að geta gripið í kerfi sem kann að hafa letjandi áhrif á matarlystina í leiðinni.
(International Journal Obesity, vefútgáfa 9. júlí 2013)

Exit mobile version