Site icon Fitness.is

Hitaeiningar í drykkjum fita frekar

Þrátt fyrir víðtækar viðvaranir við földum hitaeiningum í gosdrykkjum lítur út fyrir að orkumiklir drykkir hafi aldrei verið vinsælli. Staðfest var í rannsókn sem gerð var við Purdue Háskólann í bandaríkjunum og birt var í ritinu International Journal of Obesity, að mun auðveldara er að drekka of margar hitaeiningar en að borða þær. Í rannsókninni var 15 mönnum gefið sælgæti (Jelly Beans) eða gosdrykki sem innihéldu jafn margar hitaeiningar í fjórar vikur. Þeir sem fengu sælgætið hneigðust til að bæta fyrir sælgætisátið á ýmsan hátt en þeir sem fengu gosdrykkina fannst eins og þeir hefðu ekki borðað neitt aukalega og þeir þyngdust.

Exit mobile version