Ekki er minna en áratugur síðan lesa mátti greinar um að vírus gæti valdið offitu. Fyrst í stað hljóma kenningar í þessum anda fjarstæðukenndar og hafa líklega í gegnum tíðina verið settar í sömu hillu og sögur af fljúgandi furðuhlutum. Allt bendir þó í seinni tíð til að finna þurfi aðra og virtari hillu undir þessar kenningar þar sem sífellt fleiri rannsóknir benda í þessa átt. Nokkrar rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl vírus-sýkinga og offitu. Dýr sem sýkt eru með adenovírus-36 eins og hann er kallaður verða mun feitari en dýr sem ekki eru sýkt með þessum vírus. Vírusinn umræddi er keimlíkur algengum vírusum sem valda t.d. kvefi, niðurgangi og táru (conjunctivitis).
Rannsóknirnar hafa ekki eingöngu beinst að dýrum. Í rannsókn sem gerð var við Háskólann í San Diego í Kaliforníu reyndust þau börn sem smituð voru af vírusnum vera í 90% tilfella skilgreind með offitu. Um 20-30% fullorðins fólks sem skilgreint er með offitu er með vírusinn á meðan einungis 5% þeirra sem teljast grannir eru sýktir. Það jákvæða við þessar rannsóknir reynist þær réttar er að ef það er vírus sem veldur offitu er hugsanlegt að vísindamönnum takist einn daginn að finna bóluefni.
(The Wall Street Journal, 21. september 2010)