Site icon Fitness.is

Goðsagnir í líkamsrækt

Gömul og góð gildi í líkamsrækt eins og „no pain, no gain“ eiga erindi við okkur í dag en engu að síður eru nokkur atriði sem eru sífellt að skjóta upp kollinum og byggjast á misskilningi og erfitt hefur verið að kveða niður.

Rangt: Þú brennir meiri fitu ef þú æfir lengur við minna álag.

Aðal atriðið í líkamsrækt og þyngdarstjórnun er fjöldi hitaeininga sem brenndar eru í æfingum. Því hraðar sem þú æfir því fleiri hitaeiningum brennirðu. Hraðar og strangar æfingar eru erfiðar er þú ert að byrja að æfa en í slíkum tilfellum er skynsamara að fara sér hægar til að byrja með og auka álagið jafnt og þétt. Þú brennir alltaf fleiri hitaeiningum með því að taka vel á.

Rangt: Æfingar tryggja að þú losnir við aukakílóin. 

Þyngdarstjórnun ræðst af mörgum þáttum. Æfingar eru einn þeirra og með þeim mikilvægari. Hinsvegar er hægt að stunda erfiðar æfingar en vera samt þjakaður af offitu. Æfingarnar einar og sér tryggja ekki árangurinn því mataræði og heildar hreyfing yfir daginn hefur mikið að segja. Aftur er þetta spurning um jafnvægi í brennslu og neyslu. 

Rangt: Besta leiðin til að komast í form er að fara í æfingastöð. 

Kannanir hafa sýnt að fyrir fjölda fólks hentar betur að stunda æfingar heima hjá sér eða úti. Þrátt fyrir mikla kynningu á gildi þess að stunda æfingar í æfingastöð er þegar á botninn er hvolft aðal atriðið að gera hreyfingu að regluföstum hluta lífsstílsins. Stöðug hreyfing eða æfingar hvar sem þær gerast er það sem kemur mönnum í form. 

Exit mobile version