Site icon Fitness.is

Góð þátttaka á Bikarmótinu í fitness í Háskólabíói

plakatbikarmot2016_1600_72Laugardaginn 19. nóvember fer fram Bikarmótið í fitness og vaxtarrækt í Háskólabíó. Alls munu 100 keppendur stíga á svið sem er aukning frá síðasta bikarmóti. Margir af bestu keppendum landsins eru að undirbúa sig fyrir mótið og má búast við hörkumóti. Að þessu sinni fer mótið fram á einum degi og dagskráin verður því þéttari en áður. Forkeppnin hefst klukkan 10.00 og stendur væntanlega fram að hádegi. Í forkeppninni kemur hver keppnisflokkur fram í fyrstu lotunni af þremur en sjálf úrslitin hefjast síðan klukkan 16:00.  Dagskránni og framkomu flokkana er skipt upp til hagræðis fyrir keppendur og áhorfendur.

Áhugafólk um líkamsrækt ætti ekki að láta þennan viðburð framhjá sér fara.

Forsala miða fer fram í Hreysti í Skeifunni en miðaverð er 1.500 kr á forkeppni og 3.500 á úrslit eins og undanfarin ár.

Dagskrá laugardaginn 19. nóvember
KL 10:00 Forkeppni
KL 16:00 Úrslit

Keppendalistinn er hér.

Dagskrá keppenda er hér

Exit mobile version