Site icon Fitness.is

Fitubrennsla er meiri á fastandi maga eftir nætursvefninn

konahlaupabretti3Samkvæmt rannsókn sem kóreanskir vísindamenn kynntu fyrir skemmstu er fitubrennsla meiri ef æft er að morgni fyrir morgunverðinn en eftir hann. Þeir sem tóku þátt í rannsókninni mættu í rannsóknarmiðstöðina að morgni til, annað hvort fyrir eða eftir morgunmat og hlupu í 30 mínútur á hlaupabretti. Blóðsykurinn er eðlilega lægri á fastandi maga en meira var um fitusýrur, vaxtarhormón og kortísól hjá þeim sem æfðu fyrir morgunmat. Það ætti því að stuðla að meiri fitubrennslu að æfa á morgnana á fastandi maga en eftir morgunmat.
(Journal of Physical Therapy Science, 27: 1929-1932, 2015)

Exit mobile version