Site icon Fitness.is

Fitnarðu ef þú sleppir morgunmat?

Attractive man in an apron with breakfast on a tray
Attractive man in an apron with breakfast on a tray

Morgunmaturinn er mikilvægasta máltíð dagsins heyrist stundum sagt. Næringarfræðingar hafa lengi vel mælt með að fólk sleppi ekki morgunverðinum til þess að fitna ekki. Það hefur þótt vera samhengi á milli fólks sem sleppir morgunverði og offitu. Nú er að koma á daginn að þessar ráðleggingar eru frekar byggðar á lauslegum könnunum en vel ígrunduðum rannsóknum. Samkvæmt rannsókn sem gerð var við Kólumbíuháskóla var borið saman fólk sem borðaði engan morgunverð, hafragraut eða morgunverðarkorn. Þeir sem borðuðu engan morgunverð léttust í þessari fjögurra vikna rannsókn en þeir sem borðuðu morgunverð stóðu í stað í þyngd. Hafa ber í huga að morgunverður hefur aðra kosti. Hann veitir orku fyrir erfiðan vinnudag og trefjaneysla eykst sem er gott fyrir meltinguna. Heildarorkan úr fæðunni skiptir sköpum um það hvort menn þyngjast eða ekki.
(Obesity, vefútgáfa 6. september 2012)

Exit mobile version