Site icon Fitness.is

Feitir borða meira salt en aðrir

Feitur vs NormalMikil saltneysla eykur blóðþrýsting með vel þekktum slæmum afleiðingum fyrir hjarta- og æðakerfi líkamans. Mikil saltneysla eykur líka hættuna á að verða of þungur um 37% samkvæmt rannsóknum í Kóreu og við Harvardháskóla. Í rannsókninni var fólk á aldrinum 19-64 ára rannsakað og fæðuvenjur þeirra skoðaðar. Niðurstöðurnar sanna ekki að salt valdi þyngdaraukningunni en sýndu fram á ótvíræð tengsl. Hugsanlega sækir feitt fólk frekar í saltríkar fæðutegundir. Hitt er hinsvegar annað mál að ótal rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi þess að fólk minnki almennt saltneyslu. Salt er mikill bölvaldur sem ber að forðast eftir megni. Líkaminn þarf á salti að halda í ákveðnu lágmarksmagni, en það er svo lítið að ósaltað hefðbundið mataræði sinnir þeirri þörf léttilega. Viðbætt salt er því hættulegur óþarfi í flestum tilfellum.

(Metabolism 52: 703-708, 2013)

 

Exit mobile version