Site icon Fitness.is

Enn deilt um fjölda endurtekninga

Maður kynni að halda að sérfræðingar væru sammála um það hver besta samsetningin er á lotum og endurtekningum (settum og repsum) til þess að ná mestri vöðvauppbyggingu, styrk eða þoli. Það er nú ekki svo gott að að þeir séu sammála. Gallinn er sá ef galla skyldi kalla að það er ekki til ein fullkomin aðferð til þess að æfa. Menn ná árangri af nánast öllum kerfisbundnum æfingaáætlunum þó að þær séu ekki fullkomnar. Það sem mestu virðist skipta er að taka vel á. Þegar á heildina er litið er mælt með að menn taki sex til átta endurtekningar í hverri lotu til þess að byggja upp vöðva en 10-15 þegar ætlunin er að ná vöðvaþoli. Algengustu mistökin sem konur gera í æfingum samkvæmt könnunum er að nota of litlar þyngdir og taka ekki nægilega á. Þær eru oft haldnar þeim ranghugmyndum að með því að taka léttar þyngdir oftar nái þær að móta vöðva án þess að þeir verði of stórir. Konurnar verða að sjá út úr þessari þoku því þetta eru ranghugmyndir. Ef þær taka vel á í æfingasalnum og fylgjast með mataræðinu verða þær grannar og vel á sig komnar en ekki stórar. Aðal atriðið er að taka vel á en ekki að huga bara um að framkvæma hreyfinguna.

Exit mobile version