Site icon Fitness.is

Enginn munur á háu- eða lágu glýsemíugildi kolvetna fyrir frammistöðu í keppni eða í æfingum

Fruits_c (97)Þúsundir rannsókna hafa á síðastliðnum áratugum sýnt fram á að þol er meira þegar mataræðið er kolvetnaríkt en þegar það er prótín- eða fituríkt. Um þetta er ekki deilt. Kolvetni er hinsvegar ekki hið sama og kolvetni eins og einhver sagði. Líkaminn notar kolvetni sem orkugjafa þegar átök í æfingum fara yfir 65% hámarksgetu og því skipta þau verulegu máli þegar mest reynir á. Kolvetni má flokka niður eftir því hversu fljótt líkaminn getur nýtt þau sem orku og til þess að mæla hversu hratt þau frásogast í meltingunni er stuðst við svonefnt glýsemíugildi.

Flókin kolvetni hafa lágt glýsemíugildi en einföld kolvetni hafa hátt glýsemíugildi.

Samkvæmt rannsókn við John Moores Háskólann í Liverpool í Bretlandi er ekki hægt að sjá mun á frammistöðu í eins kílómetra hlaupi eftir að hafa borðað máltíð sem samanstendur af kolvetnum með hátt glýsemíugildi annarsvegar og lágt glýsemíugildi hinsvegar. Það virðist því ekki skipta máli fyrir hámarks-frammistöðu í keppni eða æfingu hvort kolvetnin eru flókin eða einföld.
(International Journal Sports Medicine, 33:756-762, 2012)

Exit mobile version