Site icon Fitness.is

Engar rannsóknir sem sýna fram á að basískt mataræði skipti máli fyrir heilsuna

Þegar lesið er um óhefðbundnar lækningar og aðferðir hómópata til lækninga er fljótlega rekist á lofsamlegar greinar um gildi þess að passa sýru- og basajafnvægi fæðunnar. Almennt er þetta kallað sýru- og basamataræði eða einfaldlega basískt mataræði þar sem ætlunin er að auka vægi basagæfra fæðutegunda. Kenningin á bak við mataræðið er sú að skapist ójafnvægi í líkamanum sé hætta á ýmsum sjúkdómum. Áhangendur þessara kenningar hafa haldið því fram að basískar fæðutegundir skilji eftir sig einskonar basíska ösku sem verji líkamann gegn fjölda sjúkdóma. Mælt er með að fólk borði meira af súrum ávöxtum, ávöxtum, hnetum og baunum og talið óæskilegt að neyta of mikils af korni, mjólkurvörum, áfengi og sykri svo eitthvað sé nefnt.

Gerry Schwalfenberg við háskólann í Alberta í Bandaríkjunum skrifaði yfirlitsritgerð um baskískt mataræði þar sem fram kemur að neysla á sýrugæfum fæðutegundum hafi aukist verulega á síðastliðinni öld. Samkvæmt kenningunni gæti aukið sýrustig fæðunnar haft neikvæð áhrif á beinþéttni, vöðvamassa, vaxtarhormón og bakmeiðsli. Gagnrýnendur þessa mataræðis benda hinsvegar á að sýru- og basajafnvægi líkamans sé vel stjórnað af líkamanum og litlar sannanir styðji við fullyrðingar um gildi þess að breyta sýru- og basajafnvægi líkamans í gegnum fæðuna.

(Journal Environmental Public Health, vefútgáfa í nóvember 2011)

Exit mobile version