Undanfarin fimmtíu ár hafa egg verið úti í kuldanum hjá flestum næringarfræðingum sökum þess að þau innihalda mikið af kólesteróli. Hinir ýmsu vísindamenn sem stunda næringarfræðirannsóknir hafa endurskoðað áhrif eggjaneyslu í mataræðinu og komist að þeirri niðurstöðu að þau hafi í för með sér ýmsa jákvæða eiginleika. Flestir heilbrigðir einstaklingar geta borðað mörg egg á dag án þess að neyslan hafi áhrif á kólesteról í blóðinu.
Áströlsk rannsókn á sykursjúkum offitusjúklingum gefur til kynna að ef egg hafi jákvæð áhrif á blóðsykursveiflur, blóðfitu og blóðþrýsting ef þau eru hluti af hitaeiningalitlu mataræði í samanburði við aðra prótíngjafa. Eggið er næringarríkt og spilar stórt hlutverk í hollu mataræði.
(British Journal of Nutrition, vefútgáfa 7. desember 2010)