Rannsóknin sem hér er vísað í náði til 31 þátttakanda og prófað var 70% dökkt súkkulaði og hvítt súkkulaði. Könnuð voru áhrifin á góða HDL og vonda LDL kólesterólið. Þátttakendur tóku að sér það erfiða hlutverk að borða 50 g af súkkulaði á hverjum degi og reyndist dökka súkkulaðið lækka LDL (vonda) kólesterólið en auka HDL (góða) kólesterólið. Hvíta súkkulaðið hafði þveröfug áhrif.
Vísindamennirnir mæla með að ekki sé borðað meira en 50 g af súkulaði á dag vegna hins mikla hitaeiningafjölda í súkkulaðinu. Rannsóknin heldur áfram því nú þarf að komast að því hvort og þá hversu lengi áhrif dökka súkkulaðsins vara og einnig á að kanna hvort ein dökk súkkulaðitegund sé betri en önnur. Á meðan „neyðast“ þátttakendur rannsóknarinnar til að borða 50 g af súkkulaði á hverjum degi.
(San Diego State University)