Site icon Fitness.is

Byltingarkennt offitulyf

Verið er að gera rannsóknir á nýju offitulyfi sem reiknað er með að útrými Xenical og Merida sem eru tvö stærstu offitulyfin á markaðnum í dag. Byrjað er að prófa lyfið á fólki og ef það fæst leyft er þetta fyrsta offitulyfið sem þróað er út frá rannsóknum á genamengi mannsins. Lyfið sem kallast MLN4760 getur gripið inn í fitubrennslu og fitusöfnun líkamans. Það örvar efnaskiptin og virðist efla fitubrennslu verulega. Lyfið byggist á uppgötvun gens sem skipar líkamanum að framleiða ensím sem hefur það hlutverk að láta líkamann safna fitu. Lyfið virkar ekki beint á genið, heldur hefur það áhrif á virkni ensímsins og hvetur líkamann þannig til þess að brenna fitu í stað þess að geyma hana. Mýs sem settar voru á mjög fituríkt mataræði, þyngdust ekki þegar þær fengu lyfið. Einnig viðhéldu þær eðlilegum vöðvamassa og aukaverkanir voru engar. Ef lyfið virkar á menn er ekki spurning um að það tekur völdin á offitulyfjamarkaðnum.
(Wall Street Journal, 28. Nóvember 2001)

Exit mobile version