Rannsóknin sem hér er vísað í fór fram í Harvard háskólanum í Bandaríkjunum og náði til tæplega 200.000 karla og kvenna. Fólk sem borðaði fimm skammta af hvítum hrísgrjónum á viku var í 20% meiri hættu á að fá sykursýki heldur en þeir sem borðuðu minna en einn skammt á mánuði. Hættan á að fá sykursýki minnkaði um 11% ef menn borðuðu tvo eða fleiri skammta af brúnum hrísgrjónum á viku. Niðurstöðurnar bentu til þess að skynsamlegt væri að draga úr hættunni á sykursýki 2 með því að skipta á hvítum hrísgrjónum og brúnum.
(Archives Internal Medicine, 170: 961-969,2010)