Site icon Fitness.is

Brennslan við að hlaupa eða ganga einn kílómetra er svipuð ef gengið er rösklega

Undanfarið hafa menn leitast við að svara mikilvægum spurningum um brennslu og áhrif æfinga á líkamann. Brennir maður sem er í kjörþyngd færri eða fleiri hitaeiningum þegar hann hreyfir sig en offitusjúklingur? Brennir þjálfaður maður meira eða minna en sá sem ekki í þjálfun? Er munur á því hvers miklu menn brenna eftir því hve þungir þeir eru?

Hvort sem gengið er eða hlaupið brennir mannslíkaminn um 65 hitaeiningum fyrir hvern kílómetra. Engu skiptir hvort um sé að ræða göngu eða hlaup ef gengið er hraðar en 8 km á klst. Engu skiptir hvort viðkomandi er í góðri eða lélegri þjálfun. Engu skiptir hversu feitur viðkomandi er.

Þetta eru niðurstöður rannsókna á vegum Mark Loftin hjá Háskólanum í Mississippi í Bandaríkjunum. Hann bendir á að hlaup séu greinilega erfiðari en ganga, en það breyti því ekki að það taki styttri tíma að hlaupa kílómetra en ganga. Þessar niðurstöður varpa ljósi á mikilvægi þess að þeir sem eru feitir stundi hóflega erfiðar æfingar vegna annars aukinnar hættu á meiðslum ef menn fara of geyst. Full ástæða er til að taka fram að hér er ekki tekin afstaða til þess að hlaupaþol eykst meira þegar hlaupið er heldur en gengið. Rannsóknin tekur ekki til lungnaþols og þjálfunar, einungis brennslunnar.

(Journal Strength Conditioning Research, 24:2794-2798, 2010)

Exit mobile version