Í Kanada var haldin stór ráðstefna um offituvandann þar sem vísindamenn úr ýmsum áttum kynntu nýjustu niðurstöður rannsókna og fjölluðu um kenningar sem lúta að þessu algenga vandamáli.
· Vísindamenn við Háskólann í Boston kynntu niðurstöðu rannsóknar þar sem kom í ljós að miðlungslangar þrígliseríðs-fitukeðjur draga úr fitusöfnun með því að hafa áhrif á gen sem stjórnar fitusöfnun.
· Vísindamenn við Columbia Háskólann kynntu niðurstöður rannsóknar þar sem fram kom að með því að hafa sjónvarp inni í barnaherberginu jukust líkurnar á því að barnið yrði of feitt um 60%
· Vísindamenn við Háskólann í Pennsilvaníu náðu góðum árangri í meðhöndlun fólks sem hafði tilhneigingu til að borða á næturnar með því að lyf sem kallast sertraline en það bætir efnaskipti serotóníns.
· Franskir læknar uppgötvuðu lyf sem hindrar starfsemi kanabisviðtaka í líkamanum. Þannig dró úr hungurtilfinningu, áti og þar af leiðandi fitusöfnun.
· Rannsakendur frá Penn State komust að því að skammtastærð hafði áhrif á fæðumagnið sem borðað var, en drógu þó ekki úr hungurtilfinningu. Litlir skammtar ollu hinsvegar sömu vellíðan og stórir skammtar.
· Í rannsókn sem gerð var við Læknaháskólann í Pennsilvaníu kom í ljós að Atkins megrunarkúrinn virkaði betur en hefbundnir megrunarkúrar til þess að léttast.
· Í danskri rannsókn kom í ljós að fólk sem borðaði mikið af sykri hneigðist til þess að borða meira af hitaeiningum og var feitara en fólk sem borðaði gervisykur.
· Í rannsókn sem gerð var við Háskólann í Colorado kom í ljós að fólk sem stundaði æfingar og reyndi að léttast var með meira af lipoprótín-lipasak (LPL) en fólk sem var einnig að reyna að létta sig en æfði ekki. LPL hefur það hlutverk að hjálpa líkamanum við niðurbrot fitu.
· Í rannsókn sem gerð var við Háskólann í Kaliforníu kom í ljós að konur sem borðuðu mikið af ávaxtasykri framleiddu minna af leptíni en það stjórnar matarlyst og efnaskiptum. Þær þyngdust fyrir vikið sem benti til þess að mikil ávaxtaneysla stuðlaði að þyngdaraukningu.
· Tvær óskyldar rannsóknir sýndu fram á frekari sannanir þess að fæðubótardrykkir séu gagnlegir fyrir fólk sem vill léttast og halda aukakílóunum í skefjum til lengri tíma.
· Ítalskir vísindamenn sýndu fram á að sambland efedríns og koffíns auki efnaskiptahraðann, juku atorku og höfðu örvandi áhrif á efnaskipti kolvetna.
· Rannsókn við Ross Vísindamiðstöðina sýndi fram á að Amerískt Ginseng lækkaði blóðsykur í sykursjúklingum sem getur verið mjög alvarleg aukaverkun.
· Í Rannsókn á vegum Háskólans í Tennessee var sýnt fram á að jógúrt og kalkneysla hraði fitulosun.
· Við Háskólann í Cincinatti var gerð rannsókn sem sýndi að fólk sem fór á sex mánaða kolvetnalítið mataræði losnaði við aukakíló en hafði engin neikvæð áhrif á áhættu gagnvart hjartasjúkdómum. Blóðfita og blóðþrýstingur hélst óbreytt.
· Rannsókn við Háskólann í Vermont sýndi fram á að konur sem minnka við sig mataræðið til þess að léttast taki ekki nóg kalk. Konur sem tóku a.m.k. 1000 mg á dag af kalki léttust mest.
· Samkvæmt rannsókn sem gerð var við Louisiana State Háskólann virkaði vel og var óhætt að gefa offitusjúklingum blöndu af efedríni og koffíni í þrjá mánuði.
· Í Rannsókn við sem gerð var við Duke Læknamiðstöðina léttust sjúklingar sem voru settir á mjög hitaeininga- og kolvetnalítið fæði léttust meira en sjúklingar sem settir voru á fitu- og hitaeiningalítið fæði.
· Japanskir vísindamenn sýndu fram á að tedrykkja minnkaði fitusöfnun á magasvæðinu og örvaði efnaskipti.
· Franskir vísindamenn sýndu fram á að með því að gefa sjúklingum sítrónuþykkni örvuðust efnaskiptin og fitusöfnun á magasvæðinu minnkaði.
(NAASO Ráðstefnuútdrættir, Október 2001)