Glýsemíugildi er notað sem mælikvarði á það hversu hratt ákveðnar fæðutegundir hækka blóðsykur.
Um 1000 manns tóku þátt í rannsókninni en könnuð voru áhrif mataræðis sem innihélt mismunandi hlutfall prótíns, kolvetna og fitu og ennfremur hátt og lágt glýsemíugildi. Þeir sem voru á prótínríku mataræði með lágt glýsemíugildi áttu auðveldast með að þola mataræðið. Ekki var sett hitaeiningaþak í rannsókninni og mátti fólk því borða eins mikið og það vildi óháð því hvaða mataræði það var á.
Niðurstöðurnar þykja sýna fram á að með því að breyta samsetningu mataræðisins var hægt að hafa jákvæð áhrif á efnaskipti líkamans, jafnvel þrátt fyrir að hitaeiningafjöldinn væri ekki takmarkaður.
(Diabetes Metabolic Research Reviews, vefútgáfa 19. Maí, 2011)