Kvið- og iðrafita eykur verulega hættuna á sykursýki tvö, háþrýstingi, blóðfitu, hjartaslagi og heilablóðfalli. Almennt eru karlar í meiri hættu gagnvart þessum sjúkdómum en konur. Hættan eykst hinsvegar meðal kvenna eftir breytingaskeiðið. Áströlsk safngreining (meta-analysis) 35 rannsókna sýndi fram á að þolfimi og brennsluæfingar eru heppilegastar til þess að minnka kvið- og iðrafitu. Flestar rannsóknir sem snéru að áhrifum lóðaæfinga sýndu takmörkuð áhrif. Vísindamennirnir gátu ekki sýnt fram á svo sannað þætti að blanda þol- og styrktaræfinga hefði betri áhrif en þolæfingar einar og sér. Þegar upp var staðið var sú niðurstaða kynnt að þolæfingar í samtals 150 mínútur á viku drægju úr kviðfitu.
(Obesity Reviews, 13:68-91, 2011)