Site icon Fitness.is

Aukakílóunum haldið varanlega í skefjum

lettingkonakarl_MediumAllt að 95% þeirra sem léttast mikið þyngjast aftur um sama kílóafjölda innan árs. Það að léttast er mjög einfalt í sjálfu sér á blaði. Það nægir að borða 300 hitaeiningum minna en líkaminn þarf á dag til þess að aukakílóum byrji jafnt og þétt að fækka. 300 hitaeiningar er ekki mikið, en samt sem áður er fáum sem tekst að losna við aukakílóin til lengri tíma.
Til er gagnasafn í Bandaríkjunum yfir það fólk sem hefur lést mikið og tekist að viðhalda léttingunni lengi. Það sem þetta fólk á sameiginlegt er að æfa klukkustund á dag, borða litla skammta og sleppa eftirréttum, brauði og sykruðum drykkjum. Í þessu liggur galdurinn. Ekki megrunarkúrum.

Íranskir vísindamenn hafa ennfremur tekið saman atriði sem virðast hjálpa mörgum til langvarandi léttingar og eru í sama anda. Þeir sem viðhalda léttingu nota margir fæðubótardrykki í staðinn fyrir nokkrar máltíðir í hverri viku, sleppa gosdrykkjum og sætum drykkjum, takmarka hlutfall kolvetna í mataræðinu, takmarka hlutfall fitu í mataræðinu en auka hlutfall prótína og æfa reglulega. Prótíndrykkirnir virtust verka sem staðgenglar máltíða en einnig sem dagleg áminning um að gæta sín á mataræðinu.
(Journal Research Medical Sciences, 19: 268-275, 2014)

Exit mobile version