Til er gagnasafn í Bandaríkjunum yfir það fólk sem hefur lést mikið og tekist að viðhalda léttingunni lengi. Það sem þetta fólk á sameiginlegt er að æfa klukkustund á dag, borða litla skammta og sleppa eftirréttum, brauði og sykruðum drykkjum. Í þessu liggur galdurinn. Ekki megrunarkúrum.
Íranskir vísindamenn hafa ennfremur tekið saman atriði sem virðast hjálpa mörgum til langvarandi léttingar og eru í sama anda. Þeir sem viðhalda léttingu nota margir fæðubótardrykki í staðinn fyrir nokkrar máltíðir í hverri viku, sleppa gosdrykkjum og sætum drykkjum, takmarka hlutfall kolvetna í mataræðinu, takmarka hlutfall fitu í mataræðinu en auka hlutfall prótína og æfa reglulega. Prótíndrykkirnir virtust verka sem staðgenglar máltíða en einnig sem dagleg áminning um að gæta sín á mataræðinu.
(Journal Research Medical Sciences, 19: 268-275, 2014)