Site icon Fitness.is

Aukakílóin koma síður aftur ef þú borðar fæðutegundir með lágt glýsemíugildi

MadurFeiturGenÞað er bitur staðreynd að flestir þyngjast aftur innan árs um jafn mörg kíló og þeir losnuðu við. Í kjölfar léttingar skiptir lífsstílli og matarvenjur verulegu máli og eru ráðandi um það hvort kílóin koma aftur eða ekki. Þýsk rannsókn sýnir fram á að magn kolvetna og glýsemíugildi máltíða hefur mikil áhrif á blóðsykur og fitumyndun. Glýsemíugildið er mælikvarði á hversu hratt fæðutegundir hækka blóðsykur. Næringarefnatöflur gefa upplýsingar um glýsemíugildið og þar sést t.d. að hvítur sykur er með mjög hátt glýsemíugildi á meðan gróft heilhveitibrauð hefur mun lægra glýsemíugildi. Vísindamennirnir prófuðu að láta fólk fylgja hitaeiningalitlu mataræði í þrjár vikur og að því loknu var fólkinu skipt upp í hópa sem annað hvort fylgdu mataræði sem einkenndist af fæðutegundum með hátt eða lágt glýsemíugildi. Það kom engum á óvart að þeir sem borðuðu fæðutegundir með lágt glýsemíugildi viðhéldu mun frekar léttingunni.
(Journal of Nutrition, 143: 1593-1601, 2013)

Exit mobile version