Fyrir skömmu gaf Miðstöð sjúkdómavarna (CDC) í Bandaríkjunum út athyglisverðar nálganir á það hvernig takast megi við offitufaraldurinn.
Tillögurnar komu í kjölfar áætlana sem gera ráð fyrir að 35% karla og 40% kvenna flokkist í offituflokk og þar af séu 20% sjúklega feit.
Sérfræðingar áætla að lífslíkur komi til með að lækka í fyrsta skipti í rúmlega 100 ár. Til að bregðast við þessar uggvænlegu þróun er talið að hið opinbera geti lagt sitt af mörkum með því að hvetja til nokkurra breytinga:
1Auka aðgengi að hollum mat og drykkjum á opinberum stöðum.
2Takmarka aðgengi að óhollum mat og drykkjum á opinberum stöðum.
3Hvetja til minni neyslu á sykruðum drykkjum.
4Gera kröfur um fræðslu um líkamsrækt í skólum.
5Auka aðgengi að hreyfingu og leiksvæðum utandyra.
6Bæta aðgengi að almenningssamgöngum.
7Efla öryggismál á svæðum þar sem fólk stundar hreyfingu.
8Taka virkan þátt í samstarfi við félagasamtök eða aðila sem vinna gegn offitu.
Aðkoma hins opinbera er góð og gild en kemur ekki í staðinn fyrir að fólk beri ábyrgð á eigin gjörðum.
(Journal of American Medical Association, 315, 2277, 2016)