Site icon Fitness.is

Æfingar lækka líkurnar á að þú lækkir með aldrinum

Við lækkum um allt að 8 sentímetrum á milli þrítugs og áttræðs. Flestir byrja að lækka um þrítugsaldurinn en margir þættir hafa áhrif á hversu mikið. Léleg vöðvabygging, beinþynning og vökvatap í liðum er meðal skýringa. Vísindamenn við Harvardháskóla hafa bent á að hröð lækkun geti leitt til hjartasjúkdóma og mjaðmagrindabrota.

Æfingar sporna verulega við lækkun þegar líða tekur á aldurinn. Nefnt er sérstaklega að ketilbjölluæfingar séu mjög gagnleg forvörn sem og allar viðnámsæfingar. Reykingar, áfengisneysla eða koffíndrykkja í óhóflegu magni eru nefnd sem áhættuþættir.

(Wall Street Journal, 20. September 2011)

Exit mobile version