Site icon Fitness.is

Æfingar halda heilanum ungum

Blóðflæði til heilans eykst þegar stundaðar eru þolfimiæfingar. Fyrir fólk sem komið er á fullorðinsár skiptir þessi staðreynd máli. Rannsókn við Háskólann í Norður-Karolínu og Chapel Hill læknaskólann sýndi fram meira heilbrigði í æðakerfi heilans hjá eldra fólki sem æfir reglulega. Notaðar voru sérstakar aðferðir til þess að mæla blóðflæði og dreifingu blóðsins í tveimur hópum karlmanna. Annar hópurinn var iðinn við æfingar, hinn ekki, en þeir voru allir á aldrinum 60-80 ára. Blóðflæðið hjá þeim sem stunduðu æfingar var sambærilegt og hjá ungu fólki. Æðarnar voru fleiri og ekki eins óreglulegar eins og hjá þeim sem stunduðu engar æfingar. Æfingar reynast því ekki einungis lykillinn að líkamlega heilbrigðara lífi, heldur lykillinn að líkamlegri og andlegri æsku.

(American Journal Neuroradiology, vefútgáfa 9. júlí 2009)

Exit mobile version