Site icon Fitness.is

Æfðu klukkan sjö á morgnana til að bæta svefninn

Það er tilvalið að hlaupa einn hring í hverfinu eða fara í hjólatúr áður en mætt er til vinnu á morgnana. Líkaminn verður fyrir vikið móttækilegri fyrir svefni komandi nætur. Vísbendingar eru nefnilega um að morgunæfingar stuðli að betri svefni en æfingar sem teknar eru um miðjan daginn eða seinnpart dags. Það eru vísindamenn við Appalachia Háskólann í Bandaríkjunum sem halda því fram að morgunæfingar hafi ákveðin áhrif á hormónakerfi líkamans sem hafi þessi jákvæðu áhrif á svefninn.

Rannsóknin sem hér er til umfjöllunar fólst í að láta hóp manna hlaupa í hálftíma á mismunandi tímapunktum yfir daginn og niðurstaðan sýndi svo ekki fór á milli mála að þeir sem æfðu á morgnana sváfu betur en aðrir.

(American College of Sports Medicine)

Exit mobile version