Það er ekki langt síðan við hjá Fitnessfréttum byrjuðum að skrifa um áhrif hinna ýmsu æfinga á vöðva – en það gerðist eftir að hægt varð að mæla vöðvaátak af mikilli nákvæmni með hjálp nýjustu tækni. Vísindamenn við Liberty háskólann í Bandaríkjunum mældu átak mismunandi magaæfinga til þess að sjá hvort mikill munur væri á virkni þeirra. Æfingarnar sem þeir mældu voru uppsetur, hallandi fótalyftur, liggjandi fótalyftur, fótalyftur á bolta, bretti, TRX og svonefndu krafthjóli. Skemst frá að segja var enginn mælanlegur munur á þessum æfingum nema sá að uppseturnar tóku minna á innri obliques vöðvana á hliðunum. Allar hinar æfingarnar reyndust taka jafn mikið á magavöðvana. Hver og einn þarf að gæta þess að velja sér magaæfingu sem tryggir að álag á hrygginn sé viðunandi. Það sem helst ber að varast þegar magaæfingar eru gerðar er að mynda of mikið álag eða sveigju á hrygginn til hliðar eða sveigja hann of mikið aftur.
(Journal Strength And Conditioning Research, 24: 3422-3426, 2010)