Site icon Fitness.is

Vöðvamassi og áfengi fara ekki saman

Það er engin tilviljun að þjálfarar ráðleggja sínu fólki að sleppa áfengi þegar ætlunin er að taka rækilega á því í ræktinni og ná góðum árangri.

Áfengi hægir á nýmyndun vöðva í kjölfar erfiðra viðnámsæfinga samkvæmt rannsókn sem gerð var á músum við Penn State læknaháskólann.

Notast var við rafmagnstækni til að örva vöðvana í músunum þar sem þær fóru í rafmagnsmeðferð sem samanstóð af 10 lotum og 6 endurtekningum. Tveimur klukkustundum síðar fengu þær áfengi sem dugði til að gera þær hífaðar.

Rafmagnsmeðferðin jók nýmyndun prótína um 28% en áfengið stöðvaði ferlið algerlega. Ef hið sama á við um okkur mennina er nokkuð ljóst að við eigum að halda okkur frá áfenginu þegar ætlunin er að ná árangri í ræktinni.

(Alcoholism: Clinical and Experimental Research, 39:1-10, 2015)

Exit mobile version