Í morgun undirrituðu Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra og Tommy G. Thompson, heilbrigðismálaráðherra Bandaríkjanna viljayfirlýsingu þess efnis að Bandaríkjamenn í samvinnu við íslenska vísindamenn rannsaki tengsl lágrar tíðni sykursýki og mjólkurneyslu hér á landi. Miðað við nágrannalöndin er tíðni sykursýki lág hér á landi og hafa vísindamenn bent á hugsanleg tengsl við mjólkurneyslu landans.
Vilja rannsaka tengsl mjólkurneyslu og sykursýki hér á landi
