Site icon Fitness.is

Viðkvæmt mál fyrir hjólreiðamenn

Aukin áhætta á áverkum á taugar og æðar í grindarbotninum og fram í liminn við miklar hjólreiðar hefur ekki haldið þeim allra hörðustu frá þvi að hjóla þrátt fyrir mun hærri tíðni af getuleysi og trufluðu holdrisi í þeim sem hjóla mikið. Nú hafa bæði börn og konur reynst vera í hættu á aukaverkunum af miklum hjólreiðum líka og þá loksins hafa framleiðendur hjólasæta tekið við sér með framleiðslu á sætum sem eru með gróp eða holu á þeim stöðum sem viðkvæmastir eru í grindarbotninum, sum sætin eru Y-laga. Eitt vandamáli við sætin er að margir karlmenn hafa verið feimnir við að nota þau þar sem þau auglýsi að um vandamál sé að ræða. Sætin gætu verið vandræðanna virði þar sem rannsóknir við Stanford Háskólann gerðar af þvagfæralæknum hafa sýnt að af 25 manna hópi, 21 með dofa í grindarbotni og 4 með getuleysi, batnaði getuleysið fullkomlega hjá öllum sem af því þjáðust og 10 með dofa bötnuðu alveg en 9 bötnuðu verulega. Mér er ókunnugt um hvort slík sæti eru fáanleg hérlendis en nokkrir framleiðendur í bandaríkjunum eru „Spesialized Bicycle Components Inc.“, „Avocet Inc“, „Sergas Inc“, „Terry Precision Bicycles for Women Inc“.

Exit mobile version