Site icon Fitness.is

Vaxandi þörf fyrir heilsusamlega skyndibitastaði

Subway skyndibitakeðjan er að ýmsu leiti óhefðbundinn skyndibitakeðja. Uppruna hennar má rekja til þess að Jared Fogel sem var 210 kg kyrrsetuhlunkur byrjaði að fara í daglega göngutúra og borða ekkert annað en fitulitlar Subway samlokur tvisvar á dag í tæplega ár. Hann léttis niður í 90 kg  og er búinn að halda þeirri þyngd í nokkur ár. Subway selur sjö samlokutegundir sem innihalda minna en sex grömm af fitu og 300 hitaeiningar. (Grilluð kjúklingabringa t.d. inniheldur 311 hitaeiningar.) Big Mac frá McDonalds inniheldur hinsvegar 34 gr af fitu og 590 hitaeiningar og sumir hamborgarar innihalda allt að 700 hitaeiningar. Subway hefur reynt að búa sér til heilbrigða ímynd gagnvart almenning með því að bjóða upp á heilsusamlega skyndibita og ekki verður annað sagt en að samlokurnar þeirra séu ágætur kostur þegar skyndibitalöngun knýr dyra. Aðrar skyndibitakeðjur mættu taka þá sér til fyrirmyndar og leggja þannig sitt af mörkum til að draga úr heilbrigðisvandamálum sem fylgja skyndibitafæðinu.

Exit mobile version